Þinglausnir
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Halldór Blöndal :
    Ég þakka hæstv. forseta góðar óskir í garð okkar þingmanna. Ég þakka hæstv. forseta réttláta fundastjórn í erfiðu og erilsömu starfi, þingmenn skapríkir og stundum mikið sem liggur á í önnum þingsins á jólaföstu eða vordögum. Þá reynir mikið á forseta og ég vil þakka hæstv. forseta fyrir stjórn hans á þingfundum.
    Ég vil óska forseta og fjölskyldu hans allra heilla í bráð og lengd. Ég þakka skrifstofustjóra Alþingis og starfsmönnum þingsins vel unnin störf og þolinmæði við okkur þingmenn þegar mikið liggur á og nauðsynlegt að starfsmenn þekki þann eiginleika sem heitir umburðarlyndi.
    Að lokum vil ég segja það að margir sem hér eru kjósa nú að hverfa til annarra starfa en aðrir leita eftir endurkjöri. Hvar sem starfsvettvangur þingmanna verður óska ég þeim velfarnaðar og fjölskyldum þeirra. Ég vil biðja þingmenn að rísa úr sætum til að taka undir. --- [Þingmenn risu úr sætum.]