Ferill 103. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


113. löggjafarþing 1990–1991.
Nr. 21/113.

Þskj. 919  —  103. mál.


Þingsályktun

um úrbætur á aðstæðum ungmenna sem flosna upp úr skóla.


    Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að koma á fót samstarfshópi á vegum ráðuneyta og sveitarfélaga til að gera tillögur um samræmdar aðgerðir sem miði að því að aðstoða ungmenni sem flosnað hafa upp úr skóla. Samstarfshópurinn fjalli einnig um sameiginlegar forvarnir gegn þessum vanda.
    Samstarfshópurinn verði skipaður fulltrúum tilnefndum af dómsmála-, félagsmála- menntamála- og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, stærstu sveitarfélögunum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Samstarfshópurinn skili niðurstöðum fyrir árslok 1991.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 1991.