Rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 14. maí 1991


     Frsm. 1. kjördeildar (Jón Helgason) :
     Herra forseti. 1. kjördeild fékk til meðferðar kjörbréf þingmanna úr 3. kjördeild og varamanna þeirra og tók þau til athugunar ásamt öðrum erindum sem bárust deildinni. Það var í fyrsta lagi endurrit úr gerðabók Reykjaneskjördæmis ásamt tveimur innsigluðum umslögum með ágreiningsseðlum, svo og ljósrit af bréfi yfirkjörstjórnar til ráðuneytisins, dags. 24. apríl 1991. Ekki komu fram athugasemdir við úrskurð yfirkjörstjórnar um annan atkvæðaseðilinn og töldu menn augljóst að hann hefði verið ógildur. Hinn kjörseðillinn var merktur á bakhlið með X - B og komu fram ábendingar um að þarna væri augljóst hver vilji kjósandans hefði verið og gæti þessi merking stafað af því að kjörseðill í Reykjaneskjördæmi var þríbrotinn. Því gat verið að ekki hefði sést listi sá sem viðkomandi aðili óskaði að kjósa þegar hann var opnaður ef opnaðir voru báðir vængir seðilsins. En þrátt fyrir það var kjördeildin sammála því að gera ekki frekari ágreining um þetta atriði.
    Þá barst einnig kæra Heimastjórnarsamtakanna í Reykjavík vegna alþingiskosninganna 20. apríl 1991 ásamt fylgiskjölum, þar á meðal úrskurður landskjörstjórnar frá 24. apríl 1991, og erindi Flokks mannsins, dags. 13. maí 1991, þar sem tekið er undir kæru Heimastjórnarsamtakanna. Þessi erindi voru kynnt í kjördeildinni og rædd. Að þeim umræðum loknum samþykkti kjördeildin einróma þau kjörbréf sem henni höfðu verið fengin, kjörbréf þingmanna úr 3. kjördeild og varamanna þeirra. Þessi kjörbréf eru:

    1. Kjörbréf Árna Johnsens, 3. þm. Suðurl., og kjörbréf Arndísar Jónsdóttur, 2. varamanns Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi.
    2. Kjörbréf Davíðs Oddssonar, 1. þm. Reykv., og kjörbréf Þuríðar Pálsdóttur, 1. varamanns Sjálfstfl. í Reykjavík.
    3. Kjörbréf Eiðs Guðnasonar, 4. þm. Vesturl., og kjörbréf Gísla S. Einarssonar, 1. varamanns Alþfl. -- Jafnaðarmannaflokks Íslands, í Vesturlandskjördæmi.
    4. Kjörbréf Finns Ingólfssonar, 11. þm. Reykv., og kjörbréf Ástu R. Jóhannesdóttur, 1. varamanns Framsfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
    5. Kjörbréf Guðjóns Guðmundssonar, 5. þm. Vesturl., og kjörbréf Sigurðar Rúnars Friðjónssonar, 2. varamanns Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi.
    6. Kjörbréf Guðna Ágústssonar, 5. þm. Suðurl., og kjörbréf Unnar Stefánsdóttur, 2. varamanns Framsfl. í Suðurlandskjördæmi.
    7. Kjörbréf Halldórs Ásgrímssonar, 1. þm. Austurl., og kjörbréf Jónasar Hallgrímssonar, 1. varamanns Framsfl. í Austurlandskjördæmi.
    8. Kjörbréf Inga Björns Albertssonar, 5. þm. Reykv., og kjörbréf Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, 5. varamanns Sjálfstfl. í Reykjavík.
    9. Kjörbréf Jóhanns Ársælssonar, 3. þm. Vesturl., og kjörbréf Ragnars Elbergssonar, 1. varamanns Alþb. í Vesturlandskjördæmi.
 10. Kjörbréf Jóns Baldvins Hannibalssonar, 7. þm.

Reykv., og kjörbréf Magnúsar Jónssonar, 1. varamanns Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
 11. Kjörbréf Jóns Sigurðssonar, 4. þm. Reykn., og kjörbréf Guðmundar Árna Stefánssonar, 1. varamanns Alþfl. í Reykjaneskjördæmi.
 12. Kjörbréf Kristins H. Gunnarssonar, 5. þm. Vestf., og kjörbréf Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, 1. varamanns Alþb. í Vestfjarðakjördæmi.
 13. Kjörbréf Láru Margrétar Ragnarsdóttur, 13. þm. Reykv., og kjörbréf Kristins Jónssonar, 8. varamanns Sjálfstfl. í Reykjavíkurkjördæmi.
 14. Kjörbréf Ólafs G. Einarssonar, 1. þm. Reykn., og kjörbréf Maríu E. Ingvadóttur, 1. varamanns Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi.
 15. Kjörbréf Páls Péturssonar, 1. þm. Norðurl. v., og kjörbréf Elínar R. Líndal, 1. varamanns Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra.
 16. Kjörbréf Rannveigar Guðmundsdóttur, 11. þm. Reykn., og kjörbréf Jóns Gunnarssonar, 3. varamanns Alþfl. í Reykjaneskjördæmi.
 17. Kjörbréf Sighvats Björgvinssonar, 4. þm. Vestf., og kjörbréf Péturs Sigurðssonar, 1. varamanns Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi.
 18. Kjörbréf Stefáns Guðmundssonar, 4. þm. Norðurl. v., og kjörbréf Sverris Sveinssonar, 2. varamanns Framsfl. í Norðurlandskjördæmi vestra.
 19. Kjörbréf Sturlu Böðvarssonar, 1. þm. Vesturl., og kjörbréf Elínbjargar Magnúsdóttur, 1. varamanns Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi.
 20. Kjörbréf Valgerðar Sverrisdóttur, 3. þm. Norðurl. e., og kjörbréf Daníels Árnasonar, 2. varamanns Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra.
 21. Kjörbréf Össurar Skarphéðinssonar, 17. þm. Reykv., og kjörbréf Ragnheiðar Davíðsdóttur, 3. varamanns Alþfl. í Reykjavíkurkjördæmi.

    1. kjördeild samþykkti, eins og áður sagði, einróma kjörbréf þessara þingmanna og varamanna og leggur til að þau verði samþykkt.