Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Vegna orða hv. 9. þm. Reykv. vill forseti geta þess að hann sjálfur hefur komið að máli við forseta og óskað eftir því að það færu hér fram utandagskrárumræður á næstunni, að vísu ekki um þetta mál, en það hefur hins vegar komið fram hjá hv. þingmönnum Kvennalista ósk um slíka utandagskrárumræðu og forseti er að sjálfsögðu tilbúinn að taka slík mál öll til athugunar. Það eru nú ekki nema örfáar mínútur, má segja, síðan forseti Sþ. hefur verið kjörinn svo að hann þarf að fá tíma til að ræða við forseta deilda og formenn þingflokka um tilhögun þingstarfa hér á næstu dögum svo að ég bið hv. þm. að hafa biðlund á meðan þessi mál verða skoðuð.