Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill upplýsa hv. 2. þm. Vestf. um að hér er ekki um að ræða utandagskrárumræðu. Þetta mál er á dagskrá og hér er um að ræða munnlega skýrslu. Það var gert samkomulag milli allra þingflokka, eins og reyndar oft áður hefur verið gert, fyrir fram um það að þessi umræða yrði tímasett. Forseti gat þessa í upphafi fundar áður en umræðan hófst, með hvaða hætti hefði orðið samkomulag um að umræðan færi fram, þ.e. að hver þingflokkur hefði til umráða eina klukkustund eða tvisvar sinnum 30 mínútur, en hæstv. utanrrh. hefði 40 mínútur, þ.e. þá væri hlutur Alþfl. 1 klukkutími og 10 mínútur. Þetta var rætt á fundi með öllum þingflokksformönnum í morgun kl. 11 og varð samstaða um það. Ég vona að þetta svari þessari athugasemd og fyrirspurn hv. 2. þm. Vestf. Að öðru leyti held ég að forseti geti vísað til 38. gr. 2. mgr. þingskapa.