Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er misskilningur hjá hv. 8. þm. Reykn. ef hann hefur staðið í þeirri trú að þeir sem töluðu hér við fyrstu umræðu eða réttara sagt á fyrsta fundi þegar stefnuræða forsrh. var í sjónvarps - og útvarpsumræðu hafi rétt til þess að tala tvisvar eftir það. Þessir fundir sem síðan hafa verið haldnir, sem eru tveir, eru framhald umræðunnar frá því að sjónvarpað var þannig að þeir sem töluðu í þeirri umræðu geta aðeins talað einu sinni eftir það og það hefur hv. 8. þm. Reykn. gert. Hann hefur nú þegar talað tvisvar í þessari umræðu og sama gildir um hv. 7. þm. Reykn. Hann hefur einnig nú þegar talað tvisvar. Hann talaði við sjónvarpsumræðuna og síðan aftur í kvöld. Þannig er um fleiri. Forseti hefur samviskusamlega merkt það hjá sér hversu oft menn hafa talað.