Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill skjóta því inn í þessa þingskapaumræðu að hann telur það liggja í augum uppi að sé um að ræða opinbert skjal sem eigi eftir að prenta, sem er í handriti, og ríkisstjórnin hefur undir höndum, þá hljóti hún að gefa það út þegar það er tilbúið en varla er hægt að ætlast til að þingmenn taki að sér prófarkalestur á slíku skjali. Forseti telur liggja í augum uppi að slíkt opinbert skjal hljóti að berast á borð þingmanna þegar þar að kemur.