Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því við hæstv. landbrh. að hann yrði hér í salnum þegar ég flytti mitt stutta mál og ég vil ítreka þá ósk mína. Hann var hér í salnum fyrir tveimur mínútum síðan. Hann er sá maður hér á þinginu sem mesta reynslu hefur í að meta mikilvægi þingskapaumræðu þannig að ég held að hæstv. landbrh. hljóti að verða við þeirri ósk minni að koma hér í salinn. Ég óska eftir því að það verði náð í hann. ( Forseti: Vill þá hv. þm. fresta sinni þingskaparæðu á meðan verið er að gera hæstv. landbrh. viðvart? Þá getur annar hv. þm. tekið til máls.)