Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Þessi þingskapaumræða snýst um það hvort skjal sem hv. þm. stjórnarandstöðunnar hafa kallað bakskjal ríkisstjórnarinnar verði birt eða ekki. Búvörusamningurinn er væntanlega ekki hér í þingskapaumræðu, en forseta finnst hv. þm. hafa talað svo skýrt að það hljóti að skiljast hvað verið er að biðja um. Málið fjallar um það hvort um er að ræða opinbert skjal ríkisstjórnarinnar sem ekki hafi enn verið birt en muni verða birt þegar það er tilbúið.
    Þetta vill forseti aðeins árétta við hv. þm. svo við getum haldið okkur við umræðuna sem hér á að fara fram í dag undir liðnum Stefnuræða forsætisráðherra annars vegar og hins vegar ríkisfjármálin, en að við reynum að halda okkur við þingskapaumræðu hins vegar.