Ríkisfjármál 1991
Miðvikudaginn 29. maí 1991


     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Mér þykir það miður að hafa knúið herra forseta til þess að þurfa að flytja hér langa ræðu undir þeim kringumstæðum að röddin er í tæpasta lagi. En það verður að segjast eins og er að mjög hefur breyst skipan mála hvað framhaldinu við kemur nema hvað varðar Alþfl. Það getur alls ekki aumara verið. Þar sem ég er nú á mælendaskrá og geri ráð fyrir því að komast að á milli fjögur og fimm með sama áframhaldi, og þá eru menn í fastasvefni, þá þætti mér mjög vænt um ef hæstv. forseti mundi nú strax, því ekki er ráð nema í tíma sé tekið, boða hæstv. viðskrh. á þennan fund og hæstv. heilbrrh. Sú er skýringin á að hæstv. heilbrrh. er boðaður að minni ósk að þar er um fyrrverandi formann fjvn. þingsins að ræða og hann hefur verið borinn alveg ægilegum sökum.