Ríkisfjármál 1991
Miðvikudaginn 29. maí 1991


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta er ljúft að verða við þeirri beiðni að gera þessum hæstv. ráðherrum viðvart um að nærveru þeirra sé óskað. Hæstv. viðskrh. mun vera í húsinu og forseti mun reyna að koma boðum til hæstv. heilbrrh. Hann er ekki í húsinu samkvæmt töflu en forseti mun gera ráðstafanir til að hann verði látinn vita að svona undir morgun sé hans vænst á þessum fundi.