Málefni EES
Föstudaginn 31. maí 1991


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár hefst hér utandagskrárumræða að beiðni hv. 1. þm. Austurl. um málefni EES. Þetta er umræða sem fer fram samkvæmt 1. mgr. 32. gr. þingskapa, þ.e. hún má standa í allt að hálftíma. Málshefjandi hefur tvisvar sinnum þrjár mínútur til umráða, en aðrir tvisvar sinnum tvær mínútur.