Kosning nefndar um erlenda fjárfestingu
Föstudaginn 31. maí 1991


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Dagskrá fundarins er tæmd og lýkur þá störfum sameinaðs Alþingis. Á deildafundum sem boðaðir hafa verið að loknum þessum fundi eru á dagskrá til lokaafgreiðslu frv. til stjórnarskipunarlaga og nýrra þingskapalaga. Í framhaldi af því verða frv. staðfest og birt sem lög síðar í dag og er áformað að fyrsti fundur Alþingis samkvæmt nýjum lögum verði síðdegis.
    Alþingi mun þá starfa í einni málstofu. Hún verður skipuð þeim þingmönnum sem nú eiga sæti í sameinuðu Alþingi. Þessi sameiginlegi vettvangur þingmanna allra mun hins vegar fá ný verkefni sem er það löggjafarstarf sem nú fer fram í deildum Alþingis.
    Ég þakka hv. þm. í sameinuðu þingi samstarfið á þessu stutta þingi.