Aldursforseti (Matthías Bjarnason) :
     Í dag hefur Alþingi samþykkt sem lög frv. til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, og frv. til laga um þingsköp Alþingis. Þau hafa nú verið staðfest af forseta Íslands og birt í Stjórnartíðindum.
    Í hinum nýju lögum um þingsköp Alþingis er ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:
    ,,Þegar lög þessi, ásamt stjórnarskipunarlögum um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, hafa öðlast gildi fellur niður umboð embættismanna þingsins og þingnefnda. Skal þá aldursforseti Alþingis boða til þingfundar og standa fyrir kosningu kjörbréfanefndar og forseta Alþingis sem gengst síðan fyrir kosningu varaforseta og fastanefnda samkvæmt ákvæðum laga þessara.``
    Samkvæmt þessu ákvæði fer nú fram kosning níu manna í kjörbréfanefnd eftir 1. gr. laga um þingsköp Alþingis og vil ég biðja um lista.