Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
114. löggjafarþing. – 2 . mál.


Nd.

6. Breytingartillögur



við frv. til l. um þingsköp Alþingis.

Frá stjórnskipunar- og þingskapanefnd.



     Við 3. gr.
         
    
     Við 2. mgr. bætist: Berist aðeins ein tilnefning skv. 1. mgr. skal kosning eigi að síður fara fram um þann sem tilnefndur er.
         
    
     3. mgr. orðist svo:
                        Forseti gengst fyrir kosningu fjögurra varaforseta skv. 68. gr. Ef ekki er samkomulag milli þingflokka um einn lista skal kosning fara eftir reglum 5. mgr. þeirrar greinar.
     Við 5. gr. Í stað orðanna „En fresti þingið úrskurði um það“ í síðari málsl. 5. mgr. komi: En fresti þingið úrskurði um kjörbréf þingmanns.
     Við 6. gr. Í stað orðsins „samatkvæði“ í fyrri málsl. síðari mgr. komi: samþykki.
     Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                   Með forseta starfa varaforsetar og mynda ásamt honum forsætisnefnd. Forseti stjórnar fundum hennar.
                   Forsætisnefnd skipuleggur þinghaldið og hefur umsjón með alþjóðasamstarfi sem Alþingi á aðild að. Hún fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og stofnana sem undir Alþingi heyra. Nefndin setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Auk þess fjallar forsætisnefnd um þau mál sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða. Verði ágreiningur í nefndinni sker forseti úr.
                   Forsætisnefnd fer með þau verkefni sem forsetum Alþingis hafa verið falin í öðrum lögum.
     Við 14. gr. Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er hljóði svo:
                   Í hverja fastanefnd skulu kosnir níu þingmenn. Til utanríkismálanefndar skal að auki kjósa níu varamenn. Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í fastanefnd skv. 13. gr., er heimilt, með samþykki nefndarinnar, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.
                   Fastanefnd kýs sér formann og varaformann er gegnir störfum formanns í forföllum hans. Skulu þeir kosnir á fyrsta fundi nefndarinnar er boða skal til innan viku frá kosningu hennar.
     Við 17. gr.
         
    
     Í stað orðanna „heimilt að tilnefna varamann“ í fyrri málsl. 3. mgr. komi: heimilt að tilnefna annan þingmann sem varamann.
         
    
     Síðasta mgr. falli brott.
     Við 20. gr. Síðari málsl. orðist svo: Frá þessu má þó víkja ef nefndarmenn samþykkja og forseti hreyfir ekki andmælum.
     Við 23. gr.
         
    
     Á eftir 2. málsl. 1. mgr. komi nýr málsl. svohljóðandi: Til allsherjarnefndar skal vísa dómsmálum, kirkjumálum, byggðamálum og öðrum þeim málum sem þingið ákveður.
         
    
     Á eftir fyrri mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                        Áður en 1. umr. fer fram um stjórnarfrumvörp eða fyrri umræða um tillögur frá ríkisstjórninni getur forseti heimilað, ef ósk berst um það frá níu þingmönnum, að nefnd athugi mál í því skyni að afla frekari upplýsinga um það eða skýringa á efni þess. Slíkt er og heimilt að gera að lokinni framsöguræðu um málið. Forseti ákveður hve lengi athugun nefndarinnar má standa.
     Við 25. gr.
         
    
     1. mgr. orðist svo:
                        Til fjárlaganefndar skal m.a. vísa frumvarpi til fjárlaga, fjáraukalaga, lánsfjárlaga og laga um samþykkt á ríkisreikningi er 1. umr. um þau er lokið. Frumvarpi til fjárlaga skal að nýju vísað til fjárlaganefndar að lokinni 2. umr.
         
    
     2. mgr. orðist svo:
                        Fjárlaganefnd getur vísað til annarra fastanefnda þeim þáttum fjárlagafrumvarpsins sem fjalla um málefnasvið þeirra. Með sama hætti geta aðrar fastanefndir ákveðið að fjalla um einstaka þætti fjárlagafrumvarpsins. Til efnahags- og viðskiptanefndar vísar fjárlaganefnd frumvarpi til lánsfjárlaga og tekjugrein fjárlagafrumvarps. Nefndirnar skila fjárlaganefnd áliti og tillögum svo tímanlega fyrir 2. umr. fjárlaga sem fjárlaganefnd ákveður. Efnahags- og viðskiptanefnd skal gera grein fyrir áhrifum skattalagabreytinga á tekjur ríkissjóðs fyrir 3. umr. Álit og tillögur nefndanna skal prenta sem fylgiskjöl með nefndaráliti fjárlaganefndar eða meiri hluta hennar. 3. umr. um frumvarp til fjárlaga skal hefjast eigi síðar en 15. desember.
     Við 29. gr. Í stað 1. og 2. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                   Þá er nefnd hefur lokið athugun máls og kosið framsögumann fyrir það, sbr. þó fyrri málsl. 27. gr., lætur hún uppi álit sitt er skal prentað og útbýtt meðal þingmanna á fundi. Ef nefnd er ekki einhuga um afgreiðslu máls og hver hluti hennar skilar áliti skal hann tilnefna framsögumann. Eigi má taka málið til umræðu fyrr en að minnsta kosti einni nóttu síðar en áliti nefndar eða meiri hluta hennar var útbýtt.
     Við 30. gr.
         
    
     Á eftir fyrri mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                        Mæli nefnd með samþykkt lagafrumvarps eða þingsályktunartillögu skal hún láta prenta með áliti sínu áætlun um þann kostnað sem hún telur ný lög eða ályktun hafa í för með sér fyrir ríkissjóð.
         
    
     Í stað orðanna „Forseti skal setja reglur“ í upphafi síðari mgr. komi: Forseti skal setja nánari reglur.
     Við 35. gr. Orðið „árlega“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
     Við 39. gr. Í stað orðanna „eða ráðherra krefst þess“ í lok 2. mgr. komi: eða ráðherra óskar þess.
     Við 40. gr. Síðari mgr. orðist svo:
                   Hafi breytingartillaga verið samþykkt við 3. umr. en umræðunni verið frestað áður en atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið í heild og því vísað á ný til nefndar, sbr. 23. gr., er ráðherra, þingnefnd, sem haft hefur málið til athugunar, eða einstökum nefndarmönnum heimilt að leggja fram nýjar breytingartillögur við frumvarpið. Við framhald umræðunnar gilda ákvæði 55. gr. að nýju ef breytingartillögur hafa komið fram. Þegar umræðum er lokið skal fyrst greiða atkvæði um breytingartillögurnar og síðan frumvarpið í heild eins og það þá er orðið.
     Við 44. gr. 3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Tillögu til þingsályktunar skal að jafnaði fylgja greinargerð með skýringu á efni hennar.
     Við 45. gr. Við greinina bætist: sbr. 48. gr.
     Við 48. gr. Í stað síðari málsl. fyrri mgr. komi: Sama gildir um framsögumenn nefnda sem flytja skýrslur.
     Við 49. gr. 2. málsl. 6. mgr. falli brott.
     Við 50. gr. Við greinina bætist: 2. og 3. málsl. fyrri mgr. gilda einnig um umræður samkvæmt þessari málsgrein.
     Við 54. gr. Í stað 1. málsl. komi eftirfarandi tveir málsliðir: Þingmaður, sem hefur óskað að taka til máls og fengið leyfi til þess, skal mæla úr ræðustól. Þó getur forseti heimilað ræðumanni að tala úr sæti sínu ef nauðsyn krefur.
     Við 55. gr.
         
    
     Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: sbr. þó 3. mgr. 44. gr.
         
    
     Síðasti málsliður fyrri mgr. orðist svo: Ráðherrar, er hlut eiga að máli, mega tala svo oft sem þeim þykir þurfa.
     Við 66. gr.
         
    
     Í stað „20. 25. og 28. gr.“ í niðurlagi 1. mgr. komi: 38. 40. og 44. gr.
         
    
     Í stað síðari málsl. 5. mgr. komi: Atkvæði hvers þingmanns við lokaafgreiðslu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna skal skrásetja í þingtíðindunum. Sama gildir við aðrar atkvæðagreiðslur ef einhver þingmaður óskar þess á fundinum.
     Við 68. gr.
         
    
     Í stað orðanna „Um kosningar fer eftir því sem fyrir er mælt í 3. gr.“ í fyrri málsl. 1. mgr. komi: Um kosningar fer eftir því sem fyrir er mælt í 2. mgr. 3. gr.
         
    
     Í stað orðanna „Aðferðin er þessi“ í lok 1. mgr. komi: Aðferðin er svo sem greinir í 2. 4. mgr.
         
    
     Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein svohljóðandi:
                        Þegar kosnir eru varaforsetar samkvæmt síðari málsl. 3. mgr. 3. gr. skal fella niður hæstu hlutatölu þess lista sem þingflokkur forsetans á aðild að. Að öðru leyti gilda ákvæði 3. og 4. mgr. um kjör varaforseta og röð þeirra.
     Við 86. gr. Síðari mgr. orðist svo:
                   Þar sem segir að útvarpa skuli, sbr. 73. 78. gr., er skyldan bundin við Ríkisútvarpið, hljóðvarp.
     Við 91. gr. Við greinina bætist nýr málsliður svohljóðandi: Enn fremur falla úr gildi 3. og 4. mgr. 130. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 80/1987.
     Við frumvarpið bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
                   Þegar lög þessi, ásamt stjórnarskipunarlögum um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, hafa öðlast gildi fellur niður umboð embættismanna þingsins og þingnefnda. Skal þá aldursforseti Alþingis boða til þingfundar og standa fyrir kosningu kjörbréfanefndar og forseta Alþingis sem gengst síðan fyrir kosningu varaforseta og fastanefnda samkvæmt ákvæðum laga þessara.