Staða íslensks landbúnaðar með tilliti til þróunar viðræðna um nýjan GATT-samning o.fl.

61. fundur
Þriðjudaginn 07. janúar 1992, kl. 21:37:00 (2579)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að benda hæstv. viðskrh. á að ég tel alls ekki út í hött að biðja hann um að lýsa í örfáum orðum þeim kostum öðrum og hagsmunum sem felast í þessu GATT-samkomulagi vegna þess að í efnislegri umfjöllun um það sem hér hefur verið til umfjöllunar, landbúnaðarþáttinn, hefur hæstv. viðskrh. lagt þetta fram sem meginrök. Ég tel það, virðulegi forseti, enga goðgá að gengið sé eftir þessum meginrökum og ég ítreka við hæstv. viðskrh. að ég bað sérstaklega um stutta ræðu, enda ekki heimilt að setja á langa ræðu undir því formi sem við erum að ræða.