Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins

62. fundur
Miðvikudaginn 08. janúar 1992, kl. 14:00:00 (2587)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
     Ég vil upplýsa hv. 5. þm. Vestf. um það ef hann hefur verið að biðja um orðið til andsvars, þá segir hér í 56. gr. þingskapa: ,,Forseti getur leyft þingmönnum að veita stutt andsvar við einstökum ræðum strax og þær hafa verið fluttar. Hv. 5. þm. Vestf. bað ekki um orðið strax eftir að ræða hv. 17. þm. Reykv. var flutt og þar með . . . ( Gripið fram í: Þetta hefur ekki verið túlkað svona.) Hv. 5. þm. Vestf. bað um orðið undir ræðu hv. 4. þm. Norðurl. e., ekki undir ræðu hv. 17. þm. Reykv. og þaðan af síður strax eftir að hún hafði verið flutt.