Samþykkt ríkisstjórnarinnar um GATT

64. fundur
Föstudaginn 10. janúar 1992, kl. 14:34:00 (2639)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
     Virðulegi forseti. Þessi samþykkt ríkisstjórnarinnar er svar, athugasemd, sem formlega verður lögð fram á mánudaginn kemur vegna þeirrar tillögu sem herra Dunkel hefur lagð fram, sem andsvar og fyrirvarar af Íslands hálfu en jafnframt verður þetta plagg notað ( Gripið fram í: Sem fyrirvari?) já, fyrirvari af Íslands hálfu vegna þess tilboðs sem

herra Dunkel lagði fram og þjóðirnar hafa nú til meðferðar. En jafnframt verður þetta plagg notað í dag af hálfu Íslendinga í viðræðum norrænu þjóðanna í Ósló sem eru að móta sína sameiginlegu afstöðu eða ná fram sem víðtækastri samstöðu varðandi það hvernig þær vilji sameiginlega svara þessu tilboði. En óháð því hvaða niðurstaða verður þar, þá stendur þetta plagg sem svar íslensku ríkisstjórnarinnar. ( Gripið fram í: Sem fyrirvari?) Ég held að ég sé búinn að svara þessu alloft, ágæti þingmaður. Ég vona að aðrir heyri betur hér í salnum heldur en þessi virðulegi ágæti þingmaður.