Lánsfjárlög 1992

66. fundur
Þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 15:40:00 (2693)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
     Herra forseti. Hæstv. fjmrh. virðist ekki lesa vel Hagtölur mánaðarins því að þetta er nokkurn veginn sami texti og er búinn að standa þar síðan í vor og þetta eru engar nýjar fréttir frá þeim Birgi Ísleifi og Jóhannesi að þeir voru ekki mjög hrifnir af síðustu ríkisstjórn. Það vissum við lengi sem í henni sátum.
    Það sem ég var sérstaklega að vitna í að væri athyglisvert í þessari grein er sú staðfesting á því sem m.a. línuritin sýna mjög ótvírætt á þessum blaðsíðum að það voru ákvarðanir hæstv. ríkisstjórnar og sérstaklega hæstv. fjmrh. í maí sl. sem fíruðu raunvaxtastiginu í landinu upp um 25% og þar er það síðan. Það er það stórkostlega og merkilega í þessari grein en ekki þessir hefðbundnu textar Jóhannesar og Birgis.