Afstaða ríkisstjórnarinnar til samninga um sölu á saltsíld til Rússlands

66. fundur
Þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 15:50:00 (2698)

     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
     Eins og tilkynnt var í upphafi fundarins fer nú fram umræða utan dagskrár um afstöðu ríkisstjórnarinnar til samninga um sölu á saltsíld til Rússlands. Umræðan er að beiðni hv. 4. þm. Austurl., Hjörleifs Guttormssonar, og mun fara fram samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa. Samkvæmt áðurnefndu þingskapaákvæði má málshefjandi tala í allt að þremur mínútum, en aðrir þingmenn og ráðherrar í allt að tveimur mínútum. Enginn má tala oftar en tvisvar. Umræðan skal ekki standa lengur en hálftíma.