Sala Skipaútgerðar ríkisins og þjónusta við landsbyggðina

67. fundur
Miðvikudaginn 15. janúar 1992, kl. 18:31:00 (2758)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Það er óhjákvæmilegt að óska eftir því að þetta mál verði frekar rætt á þingi næstu daga. Það er ekki hægt að skiljast við umræðuna, eins og henni lýkur nú, einkum í ljósi þeirra orða sem hæstv. ráðherra lét falla í lokin. Ég vil að fram komi, virðulegi forseti, að það sem liggur að baki tilboði Samskipa er að gæta sinna hagsmuna og tryggja sér viðræður um leigu á skipinu ef viðræður við undirbúningsfélagið fara út um þúfur, annars ekki. Samskip eru tilbúin að una því að ráðherra haldi áfram viðræðum við undirbúningsnefndina en ráðherra neitar að svara hvort hann er búinn að hafna þeim.