Sala Skipaútgerðar ríkisins og þjónusta við landsbyggðina

67. fundur
Miðvikudaginn 15. janúar 1992, kl. 18:35:00 (2760)

     Jón Kristjánsson (um þingsköp) :
     Ég vil, virðulegi forseti, taka undir það að þessa umræðu verður að taka upp á öðrum vettvangi. Ég get fyrir mitt leyti ekki sætt mig við það að ég sé afgreiddur þannig af hæstv. samgrh. að ég eigi ekki að tala í þessu máli, eigi að segja já og amen vegna þess að Samskip hafi boðið að leigja þessar eignir. Þetta verður auðvitað að taka upp á öðrum vettvangi.
    Ég bar fram spurningar sem ég viðurkenni vissulega að ráðherra hefur engan tíma undir þessu formi til að svara en hann notaði heldur ekki tímann til þess að svara þeim. Það voru spurningar um þessi mál sem brenna á landsbyggðarfólki og þeim verður að svara. Það skiptir ekki máli hvaða skipafélög koma hér að málum. Þetta er stórmál sem ekki er hægt að afgreiða á hálftíma í utandagskrárumræðu og þess vegna verður að taka það upp á öðrum vettvangi til að koma fram skýringum og svörum.