Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

68. fundur
Fimmtudaginn 16. janúar 1992, kl. 14:54:00 (2777)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Áður en andsvör hefjast vill forseti geta þess að fjórir hv. þm. hafa óskað eftir því að veita andsvör við ræðu hæstv. samgrh. Þar sem andsvör mega aðeins standa í 15 mínútur á forseti um tvo kosti að velja. Annaðhvort að skera niður tímann strax um helming hjá hverjum andsvaranda svo allir fái tækifæri til að veita andsvör sem óskað hafa eftir því eða að sá sem er síðastur á mælendaskránni í andsvörum komist ekki að. Forseti hefur ákveðið að andsvör hvers þingmanns megi aðeins standa í eina mínútu í stað tveggja til þess að reyna að koma öllum að.