Framkvæmdasjóður Íslands

69. fundur
Föstudaginn 17. janúar 1992, kl. 11:13:00 (2819)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Ef ég les lengra, vegna þessara orða hv. 7. þm. Reykn., þá vakti einmitt Vilhjálmur Lúðvíksson athygli á því að markaðurinn væri líka í mikilli óvissu því hann segir: ,,Ég óttast að á næsta leiti sé alda fjárfestinga í fiskeldi sem að miklu leyti verði byggð á sandi, því þeir þættir sem arðsamt matfiskeldi þarf að byggjast á hér á landi eru enn að miklu leyti órannsakaðir og hvergi hefur enn þá verið sýnt fram á hvernig reka eigi fiskeldi í heild frá klaki til markaðar þannig að rekstraröryggi verði tryggt.``