Framkvæmdasjóður Íslands

69. fundur
Föstudaginn 17. janúar 1992, kl. 12:43:00 (2824)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Ég tel fráleitt að ætla að efh.- og viðskn. hafi viljað meina mönnum að ræða við stjórn Framkvæmdasjóðs. Ég skil ekki út á hvað sú tregða mundi hafa gengið, ég trúi því tæpast. Ég sé ekkert á móti því að umræðunni sé lokið og atkvæðagreiðslu frestað og menn kanni þá þætti ef á því liggur af einhverjum ástæðum.
    Vegna þess sem hv. þm. sagði um Kjartan Gunnarsson og Friðrik Sophusson, að þeir væru fulltrúar hinna gömlu flokkspólitísku sjónarmiða vil ég bara óska eftir því að þingmaðurinn svari því fyrir hvaða sjónarmið Lúðvík Jósepsson er fulltrúi í bankaráðinu.