Framkvæmdasjóður Íslands

69. fundur
Föstudaginn 17. janúar 1992, kl. 12:45:00 (2826)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Herra forseti. Ég get ekki skilið það svo að óeðlilegt sé að kjósa menn í blóma lífsins í bankaráð Landsbankans, að þangað verði menn að fara aðeins þegar þeir hafa lokið almennum störfum í þjóðlífinu. Ég veit ekki með hvaða hætti þingmaðurinn lítur á bankaráð Landsbankans, hvort það sé eitthvert afmarkað elliheimili. Nú er ég ekki að tala til Lúðvíks Jósepssonar því það litla sem ég þekki til hans starfa í bankaráði Landsbankans, þá hafa þau verið mjög farsæl.