Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

69. fundur
Föstudaginn 17. janúar 1992, kl. 17:57:00 (2857)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Svo öllu sé til skila haldið vil ég að fram komi að hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson vitnaði hér í ræðustóli í orð sem utanrrh. hafði látið falla í því viðtali sem átti eftir að birta á skjánum og er þetta því kraftaverkaútvarp sem hann hefur í sínum vasa og er þannig af guði gert eða galdri að hv. þm. veit hvaða orð falla í sjónvarpsútsendingum og viðtölum sem ekki hefur verið útvarpað.
    Enn fremur vil ég upplýsa honum til ánægju- og yndisauka að við Jón Baldvin Hannibalsson, hæstv. utanrrh., munum bæði hafa flokksfundi og opna fundi á Vestfjörðum um þessa helgi. ( ÓRG: Já, en opni fundurinn er bara á Flateyri, þið þorið ekki að halda opinn fund á Ísafirði.)