Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

70. fundur
Mánudaginn 20. janúar 1992, kl. 17:59:00 (2916)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. gagnrýnir nú harðlega þær tillögur sem hann setti fram og hans ríkisstjórn á síðasta þingi. Ég benti þá eins og fleiri á annmarka þeirra tillagna, en ég sé ekki hvað hefur breyst frá því að hann stóð að þeirri tillögugerð á sínum tíma. Ég tel þá aðferð að innheimta öll framlög til hafnagerðar af notendum hafnanna hafi á sínum tíma ekki notið stuðnings sem og kom í ljós, en ég tel að þessi leið sem nú er valin sé ásættanleg og þess vegna hef ég stutt að álag á vörugjaldið sem tekjuöflun til hafnagerðar væri framkvæmt í gegnum þessa lagasetningu. Ég tel að það eigi eftir að koma í ljós að það er mjög til hagsbóta fyrir hafnirnar og á það hef ég bent.