Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 12:28:00 (2937)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það ákvæði sem hér er ætlunin að fella brott kostar ríkissjóð Íslands ekkert þó það sé inni á árinu 1992 en mun að sjálfsögðu valda kostnaði þegar það kemur til framkvæmda. Sá grunur læðist þess vegna að manni að hér sé verið að framkvæma þá stefnubreytingu að snúast gegn því að börn í grunnskólum landsins eigi rétt á því að komast í hádegisverð eins og aðrir þegnar þessa lands, þar á meðal þingmenn sem eru nú vel mettir þessa stundina. Ég segi að sjálfsögðu nei.