Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 12:55:00 (2947)

     Steingrímur J. Sigfússon :
     Hæstv. forseti. Hér er á ferðinni í 5. gr. frv. breyting á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða. Þetta er ein af fjölmörgum nýjum álögum á sjávarútveginn sem hæstv. ríkisstjórn er að knýja í gegnum þingið þessa dagana og vikurnar fyrir og eftir jólaleyfið. Hér er um að ræða tvöföldun á svonefndu veiðieftirlitsgjaldi sem mun þá þýða að sjávarútvegurinn standi undir öllum þeim kostnaði sem hann áður naut, greiddan úr sameiginlegum sjóðum í þessu sambandi. Hér er líka rofið þokkalegt samkomulag sem tókst um skipan þessara mála fyrir ári síðan. Með vísan til þessa teljum við eðlilegast að vísa þessu máli til ríkisstjórnarinnar og ég segi já við þessari frávtill.