Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:15:00 (2952)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
     Virðulegi forseti. Á sl. vori lagði fyrrv. heilbrrh. fram á Alþingi frv. til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þar var gert ráð fyrir skerðingu á grunnlífeyri. Sú skerðing var framkvæmd nákvæmlega eins og hér stendur til að framkvæma hana. Hún náði einnig til sjómanna eins og hér er lagt til. Hún miðaðist við sömu atvinnutekjur og hér er lagt til. Hún náði í einu og öllu til þeirra framkvæmda sem hér er gerð tillaga um að einu undanteknu. Skerðingartillögur Framsfl. gerðu ráð fyrir að skerðingin næmi 30%. Hér er aðeins stigið það skref að láta skerðinguna nema 25%. Það er eini munurinn á tillögum fyrrv. heilbrrh. ( ÓÞÞ: Þú lýgur vísvitandi.) og þeirri tillögu sem hér er flutt og ég lít á mótmæli Framsfl. við þessari tillögu sem mótmæli við því að skerðingin skuli ekki vera sú sama í þessum tillögum og hún var í þeirra tillögum. Ég segi já.