Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

71. fundur
Þriðjudaginn 21. janúar 1992, kl. 13:19:00 (2954)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. 1980--1982 náðist um það samkomulag að breyta almannatryggingalögum þannig að sjómenn fengju ellilífeyri frá 60 ára aldri. Harðasti baráttumaðurinn fyrir þessum réttindamálum sjómanna hér á Alþingi var þáv. hv. þm. Karvel Pálmason. Ég neita að taka þátt í því að senda Karvel Pálmasyni þær köldu kveðjur sem felast í þessum breytingum og hæstv. heilbrh., fyrsti þingmaður Alþfl. á Vestfjörðum beitir sér fyrir. Ég segi nei, virðulegi forseti.