Tilkynning um utandagskrárumræður

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 10:04:01 (3049)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill geta þess að að loknum atkvæðagreiðslum sem eru á dagskrá í dag munu fara fram utandagskrárumræður samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga, þ.e. hálftíma umræður. Þessar utandagskrárumræður eru í fyrsta lagi að beiðni 1. þm. Norðurl. v., Páls Péturssonar, um ummæli forsrh. í fjölmiðlum um stöðu EES-samninganna, í öðru lagi að beiðni hv. 4. þm. Suðurl., Margrétar Frímannsdóttur, um greiðslu umönnunarbóta, og í þriðja lagi að beiðni hv. 1. þm. Austurl., Halldórs Ásgrímssonar, um afstöðu ríkisstjórnarinnar til aðildar Eystrasaltsríkjanna að Norðurlandaráði.
    Það er ekki gott að tímasetja þessar utandagskrárumræður frekar á þessari stundu, það fer eftir því hve langan tíma atkvæðagreiðslurnar taka. Forseti er að vona að það geti orðið ekki seinna en eftir kl. 1.