Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 11:28:00 (3063)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Frú forseti. Hér á undan hafa verið greidd atkvæði um þrjár brtt. við 17. gr. frv. um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Tvær þessara brtt. voru frá heilbr.- og trn. allri og stóð hún sameiginlega að þeim tillögum og höfum við í minni hluta nefndarinnar auðvitað greitt atkvæði með þeim. Þriðja tillagan var frá Finni Ingólfssyni, þeirri sem hér stendur, Ingibjörgu Pálmadóttur og Svavari Gestssyni, sem erum fulltrúar stjórnarandstöðunnar í heilbr.- og trn. Sú tillaga fól það í sér að möguleiki á endurgreiðslu tannréttinga hjá börnum og unglingum 16 ára og yngri kæmi inn í 17. gr. og þar með 44. gr. almannatryggingalaga og var þetta heimildarákvæði til að greiða allt að 50% kostnað við tannréttingar. Að felldri þeirri tillögu, sem ég tel að skipti miklu máli, treysti ég mér ekki til að styðja 17. gr. frv. og mun því ekki greiða henni atkvæði mitt heldur sitja hjá.