Ummæli forsætisráðherra í fjölmiðlum um stöðu EES-samninganna

72. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 13:59:00 (3093)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að mótmæla áburði af því tagi sem fram kom í máli hv. seinasta ræðumanns, sem fullyrðir um þann sem hér stendur að greinilegt sé að hann hafi meiri áhyggjur og sé meir umhugað um hagsmuni EFTA-ríkjanna en hagsmuni Íslands. Þetta eru brigsl, sem hv. þm. hefur ekki rökstutt og getur ekki rökstutt, og ég andmæli þessu og vísa þessu á bug sem smekklausum dylgjum og ástæðulausum.