Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

73. fundur
Miðvikudaginn 22. janúar 1992, kl. 21:53:00 (3163)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Ég ætla að gera eina tilraun til að skýra út um hvað þetta mál snýst. Það snýst um það hvort fyrirtækinu er heimilt að gefa út jöfnunarhlutabréf út á eignir sem fyrir eru samkvæmt reglum sem eru í íslenskum lögum. Sé það gert er eignin fyrir hendi og það verða engar tekjur til þó eignin sé færð úr einum stað yfir í annan. Það verða engar tekjur til með því. Einnig var rætt hvort hérna er farið út fyrir ramma laganna og það sé í raun verið að borga út arð en ekki að flytja eign á milli aðila. Ef um útgreiðslu arðs er að ræða horfir málið öðruvísi við og þá á að skattleggja þá fjármuni eins og arður er skattlagður, en hann er skattlagður hjá þeim sem tekur við honum að fullu nema hann sé innan 15% reglunnar af hlutafé fyrirtækisins eða undir þeim mörkum sem lög ákveða.