Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

74. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 11:27:00 (3238)

     Páll Pétursson :
     Frú forseti. Hér er ríkisstjórnin að láta lögfesta frv. sitt um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þessi lagasetning er ótrúlega slysaleg og mun verða til óheilla í þjóðfélaginu. Undirbúningur málsins hjá stjórnarliðinu hefur verið með endemum. Við stjórnarandstæðingar höfum bent á ótal villur og mistök í frv. og gert rækilega grein fyrir afleitum áhrifum málsins á flesta sem það snertir. Stjórnarandstöðunni hefur með málefnalegri baráttu tekist að knýja fram lagfæringar á nokkrum atriðum frv. Þrátt fyrir það er hér um mjög rangláta lagasetningu að ræða. Við framsóknarmenn erum henni mjög andvígir. Ég segi nei.