Lánsfjárlög 1992

74. fundur
Fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 12:22:00 (3248)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
     Herra forseti. Ég held að sé rétt að ég gefi örstutt andsvar í stað þess að taka til máls í umræðunum sjálfum vegna ummæla síðasta hv. ræðumanns. Ég vil einungis greina frá því, sem hv. þm. vita að sjálfsögðu, að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að til reiðu séu ábyrgðir eða útflutningstrygging vegna hugsanlegrar síldarsölu og til ráðstöfunar eru um 150--160 millj. kr. Stjórn hefur verið kjörin og reglur um ábyrgðir liggja fyrir ef útflytjendur vilja sækja um og hafa aflað sér bankafyrirgreiðslu.