Útflutningur á raforku um sæstreng

76. fundur
Fimmtudaginn 06. febrúar 1992, kl. 14:00:00 (3314)

     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Frú forseti. Þessi tillaga hv. þm. Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar brýtur blað að því leyti til að þarna er í fyrsta skipti óskað eftir því að ákvæði nýrra þingskapalaga um sérstaka forustu nefnda þingsins verði beitt. Ég saknaði þess í annars nokkuð greinargóðri framsögu hv. þm. Svavars Gestssonar að hann gerði grein fyrir því hvers vegna iðnn. Alþingis í þessu tilviki hefði forustu um þá könnun sem hann leggur til að verði framkvæmd en ekki iðnrn. eða til að mynda Landsvirkjun og mér þætti vænt um að fá í örstuttu máli skýringu á þessu.