Ferða- og dagpeningar opinberra starfsmanna

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 10:47:00 (3435)

     Björn Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. fjmrh. svör hans og tek undir að það er til bóta að slíkar reglur séu gerðar opinberar og liggi alveg ljóst fyrir hvaða reglur gildi um þessi mál.
    Ég vil hins vegar gera athugasemd við þau orð hæstv. fjmrh. sem hér komu fram að það væri æskilegast að makar færu sem oftast í ferðir með ráðherrum til útlanda. Ég tel að með þessu sé hæstv. fjmrh. að boða nýja stefnu sem þurfi að íhuga og skoða betur og hún stangist á við þær reglur sem gilt hafa að makar færu ekki á kostnað ríkissjóðs í ferðir með ráðherrum nema í undantekningartilvikum.