Áfengiskaup opinberra aðila hjá ÁTVR

80. fundur
Fimmtudaginn 13. febrúar 1992, kl. 10:49:00 (3436)

     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson) :
    Hæstv. forseti. Fyrir nokkrum missirum var mikil umræða um áfengiskaup opinberra aðila vegna ýmissa atvika sem komu upp og leiddu í ljós að mínu mati að endurskoða þarf reglur um hvernig að þeim málum er staðið. Þar liggja margar freistingar og margir pyttir sem menn geta fallið í og þess vegna eðlilegt að lögð verði vinna í að setja skýrar og hreinar reglur. Því hef ég lagt fram fyrirspurn á þskj. 48 til hæstv. fjmrh. um áfengiskaup opinberra aðila hjá ÁTVR á þá leið:
    ,,Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum á reglum varðandi áfengiskaup opinberra aðila hjá ÁTVR? Ef svo er, á hvern hátt og hvenær?``