Lánasjóður íslenskra námsmanna

82. fundur
Mánudaginn 17. febrúar 1992, kl. 14:22:00 (3518)

     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Herra forseti. Fyrra horfi, eins og kallað var, var breytt af því að það þótti ranglátt af þeirri ástæðu sem ég rakti áðan. Þar sátu þeir ekki við sama borð og aðrir í framhaldsnámi. Að sjálfsögðu sækja margir nám eða gerðu það a.m.k. án þess að fá til þess aðstoð úr lánasjóðnum. Það gerði ég t.d. og meira að segja í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvort það voru lán þegar hæstv. menntmrh. sótti háskóla, svo vitanlega gera menn það. En spurning mín er raunar eingöngu þessi: Af hverju mega þeir ekki sitja við sama borð hvort sem það var ranglátt áður eða ekki? Það var ranglátt áður að okkar mati.