Eftirlit með skipum

83. fundur
Þriðjudaginn 18. febrúar 1992, kl. 15:25:00 (3549)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hygg að hér hafi kannski ekki verið neinn misskilningur á ferðinni vegna þess að náttúrustofurnar, setrin, munu þjóna því sama markmiði sem við teljum mikilvægt og sem er í rauninni tilgangur frv. Ég hygg þannig að við hv. þm. Tómas Ingi Olrich séum fullkomlega sammála enda þótt ég viðurkenni að það hafi kannski mátt skilja mál mitt einum um of út frá fyrirhuguðu náttúrufræðihúsi í Reykjavík. Annars hygg ég að okkur greini hreint ekki á í málinu.