Lánasjóður íslenskra námsmanna

84. fundur
Miðvikudaginn 19. febrúar 1992, kl. 19:06:00 (3614)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég ætla ekki að fullyrða neitt hvað kemur aftur, það er mér hulið. Hins vegar ætla

ég að fullyrða það að Alþingi Íslendinga ber ekki ábyrgð á því hvernig að dagvistarmálum var staðið af hálfu Reykjavíkurborgar. Ég ætla líka að halda því fram að umræðan eins og hún hefur verið um fortíðarvanda í þessu sambandi gengur ekki upp vegna þess að þessi sjóður á fyrir skuldum. Auðvitað er ekki hægt að deila um það hvað hvern og einn óraði fyrir á sínum tíma. Það eru hugrenningar hvers og eins og verða hvorki sóttir né varðir af þeim sem eru þar fyrir utan. En hitt vil ég fullyrða að í þeirri umræðu sem átti sér stað í menntmn. 1982 voru menn sér þess mjög vel meðvitandi um það að þessi sjóður mundi taka lán og m.a. þess vegna væri nauðsynlegt að hafa einhverja tryggingu fyrir því að peningarnir sem verið væri að lána út mundu ekki gjörsamlega gufa upp.