Verðmunur á nauðsynjavörum

85. fundur
Fimmtudaginn 20. febrúar 1992, kl. 11:03:00 (3633)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu nauðsynlega máli. Spurning hans var einföld: Hvað hyggst ríkisstjórnin gera? Svarið kom ekki fram en við höfum í vetur fengið svör um það sem ríkisstjórnin er að gera. Hún er í fyrsta lagi búin að fella niður allar greiðslur úr ríkissjóði til að flytja vörur út á land. Það mun hækka flutningskostnað á vörum til landsbyggðarinnar og það mun hækka vöruverð enn meira frá því sem þessi könnun gefur upp.
    Í öðru lagi. Ríkisstjórnin neitar að ívilna strjálbýlisverslun í sérstakri skattlagningu sem hún knúði hér í gegn fyrr í vetur, skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þar talaði ég fyrir því sjónarmiði að hlífa þeim sem verst stæðu, þ.e. dreifbýlisversluninni, og ég met það við hæstv. viðskrh. að hafa tekið að nokkru undir þau sjónarmið. En þau fengu engan stuðning hjá ríkisstjórninni og flokkum hennar. Það er þetta sem

ríkisstjórnin er að gera. Hún er að auka enn þennan mun sem er eins og skýrt var frá í máli hv. fyrirspyrjanda.