Nýr langbylgjusendir

85. fundur
Fimmtudaginn 20. febrúar 1992, kl. 12:51:00 (3670)

     Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen) :
    Herra forseti. Ég hef lagt fram fsp. um endurreisn langbylgjusendis og er það í tilefni og framhaldi af því að í miklu ofviðri í ársbyrjun 1991 féll langbylgjusendir á Vatnsenda. Síðan hefur allt langbylgjukerfi landsins verið í miklum ólestri og öll þjónusta Ríkisútvarps, sem öryggisaðila í þjóðfélaginu, verið í lamasessi. Fsp. lýtur að því hver staða mála sé varðandi endurnýjun langbylgjusendis.