Varamenn taka þingsæti

87. fundur
Mánudaginn 24. febrúar 1992, kl. 13:30:00 (3699)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hafa tvö bréf er varða varaþingmenn. Hið fyrra er svohljóðandi, dags. 24. febr.:
    ,,Þar sem utanrrh., Jón Baldvin Hannibalsson, 7. þm. Reykv., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Magnús Jónsson veðurfræðingur, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Össur Skarphéðinsson,

formaður þingflokks Alþýðuflokksins.``


    Magnús Jónsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og er hann boðinn velkominn til starfa á Alþingi ná ný.
    Síðara bréfið er svohljóðandi, dags. 24. febr. 1992:
    ,,Þar sem Guðni Ágústsson, 5. þm. Suðurl., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda, leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Suðurl., Þuríður Bernódusdóttir verkstjóri, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Páll Pétursson,

formaður þingflokks Framsflokksins.``


    Kjörbréf Þuríðar Bernódusdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt. Hún hefur hins vegar ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því skv. 2. gr. þingskapa að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni, en vegna óveðurs og samgönguerfiðleika er varaþingmaðurinn ekki enn kominn til þings og mun því undirrita drengskaparheitið síðar á fundinum.