Málefni fatlaðra

87. fundur
Mánudaginn 24. febrúar 1992, kl. 14:19:00 (3706)

     Guðrún Helgadóttir (frh.) :
    Hæstv. forseti. Nú er þingmaðurinn í nokkurri klemmu. Fundur, sem ég þarf nauðsynlega að sitja, stendur yfir í hliðarsal. Ég vil því spyrja frú forseta: Er möguleiki á að næsti maður á mælendaskrá víki ræðu sinni til og ég fengi síðan að halda áfram þeirri ræðu sem ég var í miðjum klíðum með þegar umræðunni lauk síðast? Eða eru kannski ekki fleiri á mælendaskrá? ( Forseti: Jú, það eru reyndar fleiri á mælendaskrá og ég held að það hljóti að vera í lagi að hv. þm. fresti ræðu sinni og sá sem næstur er á mælendaskrá komi þá inn í á meðan.) Ég þakka fyrir það.