Byggðaáætlun

88. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 1992, kl. 13:45:02 (3729)

     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Ég vil bera fram fyrirspurn til hæstv. forsrh. Fyrir tæpu ári síðan voru samþykkt hér á Alþingi lög um breytingar á lögum um Byggðastofnun. Þar segir svo m.a. í 8. gr., með leyfi forseta:
    ,,Byggðastofnun gerir tillögu að stefnumótandi áætlun í byggðamálum til fjögurra ára í senn. Ráðherra leggur tillöguna fyrir Alþingi til afgreiðslu.
    Í tillögunni komi fram stefna ríkisstjórnar í byggðamálum og tengsl hennar við almenna stefnu í efnahags- og atvinnumálum, svo og við áætlanir á sviði opinberrar þjónustu í landinu.
    Í forsendum áætlunarinnar gerir Byggðastofnun grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í einstökum landshlutum og markmiðum, sem æskileg eru talin og þjóðhagslega hagkvæmt að stefna að í þróun byggðar landsins í heild.``
    Ég vil spyrja hæstv. forsrh. að því hvenær hann hyggst leggja þessa byggðaáætlun fyrir Alþingi. Það líður ört á þinghaldið og ljóst að það er mikil vinna fyrir nefnd að fjalla um þetta mál þegar það kemur fram. Það hlýtur því að vera mjög brýnt að það gerist sem fyrst og þörfin fyrir að taka þessi mál hér

til umræðu á Alþingi er áreiðanlega brýnni en oftst áður.