Vegáætlun 1991--1994

88. fundur
Þriðjudaginn 25. febrúar 1992, kl. 15:46:00 (3746)

     Einar K. Guðfinnsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hef sennilega ekki verið nægilega skýrmæltur hér áðan. Ég þurfti vitaskuld enga hvatningu til að biðja um að þessi mál yrðu skoðuð í samgn. Ég bað um það. Kafli í minni ræðu

fjallaði um það. Ég bað um að þessi mál yrðu skoðuð í hv. samgn. og farið ofan í þau til að menn væru ekki að fella neina sleggjudóma. Það er út af fyrir sig ágætt til þess að vita að hv. þm., þegar hann var fjmrh., hafi viljað koma til móts við óskir þáverandi borgarstjóra. Ég hef ekkert við það að athuga. Ég var hins vegar að benda á að hluti af þessu samkomulagi byggðist á heimildargrein í fjárlögunum fyrir árið 1991 og sú heimildargrein kvað á um það að þetta mál ætti að leggjast fyrir fjárveitinganefnd. Mér var ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert og þess vegna vildi ég fá fram hver væri lögformleg staða þessa máls. Um það fjallaði ósk mín, ekki annað.